top of page

Fyrsta alþjóðlega ráðstefna ASPI um Virkt eftirlit og Þráinn Þorvaldsson er einn af fyrirlesurunum

Samtökin Active Surveillance Patients International (nánar um samtökin) sem Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður hjá Framför tók þátt í að stofna og gegnir þar stöðu sem VP alþjóðlegra aðgerða er hér með sína fyrstu vefráðstefnu (nánar um ráðstefnu) til það miðla þekkingu um Virkt eftirlit með krabbameini í blöðruhálskirtli - skrá á ráðstefnu

Sjúklingar frá mismunandi löndum s.s. Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Ítalíu ávarpa þarna áhorfendur um reynslu sína af Virku eftirliti og þarna geta þátttakendur deilt reynslu sinni og spurt spurninga. Á eftir vefráðstefnunni verða þessir sjúklingar frá löndunum fjórum með pallborðsumræður.


Fyrir 10 árum síðan voru það aðeins um 6-10% karla sem greindust með krabbamein í blöðruhálskirtli í Bandaríkjunum sem völdu að fara í Virkt eftirlit þar sem fylgst er með þeim og þeir fara ekki í meðferð.


Undanfarin fimm ár hefur verið mikil uppsveifla í Virku eftirliti þar sem karlar með blöðruhálskirtilskrabbamein með litla og mjög litla áhættu velja það fram yfir róttæka blöðruhálskirtilsaðgerð eða geislun. Í dag velja yfir 50-60% karla í Bandaríkjunum Virkt eftirlit og í Svíþjóð velja allt að 80% karla með litla áhættu Virkt eftirlit og geta þar af leiðandi að viðhaldið betri lífsgæðum


Þessa vefráðstefna gefur einstakt tækifæri til að læra af persónulegri reynslu karla sem hafa verið á Virku eftirliti í allt að 15 ár. Það hafa komið gagnlegar upplýsingar frá vefráðstefnum þar sem læknar eru með, en þessi vefráðstefna gerir þér kleift að læra af sjúklingum sem hafa lært að lifa með krabbameini í blöðruhálskirtli. Ráðstefnan verður haldin 30. janúar og hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Þú getur notað hnappinn hér að neðan til að skrá þig. Þátttaka er án endugjalds.

50 views0 comments

Comentarios


bottom of page