Europa Uomo evrópusamtök karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli hefur nýlega hleypt af stokkunum EU-ProPER (Europa Uomo Prostate cancer Partners in Europe Research) rannsókn á umhverfi maka karla sem greinast með þetta krabbamein. Linkur á könnun: https://euproper.org/
Með þessari könnun er reynt að fanga upplifun þeirra aðila sem standa næst körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli, bera kennsl á vandamálin sem hafa áhrif á þessa aðila og setja upp áætlun um aðgerðir til að styðja þá. Þetta er mikilvægt framtak sem gæti hjálpað til við að bæta lífsgæði þeirra sem búa við og styðja karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þetta er netkönnun fyrir maka og sambúðar- og umönnunaraðila, þar sem spurt er einfaldra spurninga um hvernig krabbamein í blöðruhálskirtli maka þeirra hefur haft áhrif á þá. Könnunin er til á 17 tungumálum. Markmiðið er að safna eins stóru og breiðu úrtaki svarenda og mögulegt er. Öll svörin sem safnast verða nafnlaus, en í sameiningu gefa þau verðmæta mynd af þeim vandamálum sem nákomnir aðilar karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli standa frammi fyrir – og nota niðurstöðurnar til að bjóða upp á markvissar stuðningsaðgerðir.
Kynningarsíða verkefnisins: https://www.europa-uomo.org/news/survey-opens-for-major-europa-uomo-study-on-prostate-partners/
Comments