Ný rannsókn hjá Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi sýnir að nýtt próf greinir mun betur illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli en hið svo kallaða PSA próf.
Þetta nýja próf hefur verið prófað á 58.818 mönnum og hefur komið í ljós að hægt er að greina illkynja krabbamein mun fyrr og einnig dregið verulega úr því að menn séu ranglega greindir með krabbamein og því að það þurfi að taka vefjasýni með miklum kostnaði og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Þetta nýja próf sem kallað hefur verið STHLM3 er blóðpróf sem greinir sambland af sex prótein auðkennum og yfir 200 genetískum merkjum að auki voru notaðar við rannsóknina klínískar upplýsingar svo sem aldur, fjölskyldusaga, og vefjasýni. Hér er aðeins minnst á krabbamein í blöðruhálskirtli en staðreyndin er sú að mikil rannsóknarvinna fer fram um allan heim varðandi önnur krabbamein s.s. í brjóstum, endaþarmi o. s. frv.
Blái naglinn á nú í samstarfi við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans um kaup á tækjabúnaði sem greinir DNA og RNA. Markmiðið er m.a. að búa til skimunarpróf sem greinir mismunandi krabbamein í líkamsvökva.
Það að þessum merka áfanga hafi verið náð hjá Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi hvetur okkur áfram og segir okkur að við hjá Bláa naglanum séum á réttri leið.
Comments