top of page

Einstaklingar úr Góðum hálsum og Frískum mönnum

Einstaklingar úr Góðum hálsum og Frískum mönnum, sem eru stuðningshópar karla með krabbamein í blöðruhálskirtli, voru í viðtali á Stöð 2 í þættinum Ísland í dag. Þetta voru þeir Hannes Eðvarð Ívarsson, Sigurður Skúlason, Hinrik Greipsson og Jean Jensen. Góðir hálsar er stuðningshópur sem er á sínu sextánda starfsári og funda mánaðarlega, fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Frískir menn er tveggja ára stuðningshópur og þangað geta karlar leitað sem eiga möguleika á að vera í virku eftirliti eftir sína sjúkdómsgreiningu. Félagar í hópunum eru ætíð virkir í að fræða aðra og veita jafningjastuðning.25 views0 comments

Comments


bottom of page