top of page

Blái göngudagurinn 2023 verður sunnudaginn 5. nóvember kl. 14:00

Göngudagur Bláa trefilsins www.blaitrefillinn.is/blaargongur er núna haldinn í þriðja sinn, en fyrst var gengið í nóvember 2021 og alltaf Í Heiðmörk. Fólk safnast alltaf saman á Borgarstjóraplaninu og í ár kl. 14:00. Þar taka á móti fólkinu leiðsögumenn frá Fjallafjöri sem fara síðan sérvalda leið í Heiðmörkinni. Stoppað er reglulega og sagt frá áhugaverðum hlutum á leiðinni.

Mynd tekin í Bláu göngu Bláa trefilsins í nóvember 2022


Gengið er undir slagorðinu "þú gengur aldrei einn" og þessi ganga er einmitt táknræn um það að karlar sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli gangi aldrei einir. Gaman að geta þess að Blái trefillin er tákn um þann stuðning sem annars vegar Framför veitir og hins vegar þann stuðning sem maki veitir sínum manni. Saman vefja þessir tveir aðilar bláa treflinum um háls þeirra sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli.


Allir eru velkomnir og sérstaklefa allar ömmur og afar með barna- og barnabörnin sín.

42 views0 comments

Comentários


bottom of page