top of page

Aðalfundur 27. maí 2021 hjá Framför

Krabbameinsfélagið Framför var með sinn aðalfund fimmtudaginn 27. maí 2021. Í árskýrslu félagsins (sjá hér) er samantekt á starfinu á síðasta ári. Félagið var endurreyst á árinu 2019 og síðan unnið fram eftir árinu 2020 í að leggja grunn að öflugri stefnumótun á breiðu sviði.

Ráðinn var nýr framkvæmdastjóri Guðmundur G. Hauksson sem tók til starfa um miðjan ágúst 2020. Aðalfundur 2020 var síðan haldinn á netinu 17. október 2020. Á þessum fundi var samþykkt ný stefnumótun sem ætlað var að skapa þann grundvöll sem þyrfti fyrir þá öflugu stefnumótun og uppbyggingu á félaginu sem framundan var stefnt að.


Úr stjórn gengu Guðmundur Einarsson sem sat sem fulltrúi fyrir Fríska menn og Guðmundur Örn Sverrisson sem var meðstjórnandi. Þeim er þakkað fyrir góð störf, en Framför verður áfram í samstarfi við Guðmund Örn varðandi hreyfiprógram sem sett verður af stað með haustinu.


Þráinn Þorvaldsson var endurkjörinn sem formaður og nýr meðstjórnandi var kosinn Henri Granz. Guðmundur Páll Ásgeirsson er síðan nýr fulltrúi fyrir stuðningshópinn Fríska menn. Jakob Garðarsson verður áfram fulltrúi fyrir stuðningshópinn Blöðruhálsa/Góða hálsa. Til viðbótar voru kosnir sem varamenn þeir Steindór Ögmundsson og Þorsteinn Ingimundarson.





25 views0 comments

Comments


bottom of page