top of page

40 manns á fundi hjá Blöðruhálsum/Góðum hálsum

Það var ein mesta mæting sem sést hefur á fundi hjá Blöðruhálsunum/Góðum hálsum í Ljósinu í kvöld. Þangað mætti Eirikur Orri Guðmundsson þvagfæraskurðlæknir og fór yfir helstu nýjungar og breytingar í greiningum og meðferðum á krabbameini í blöðruhálsi.


Mikið var um fyrirspurnir og greinilega mikill áhugi á þessum málaflokki. Komið var inn á nýjar leiðir í sýnatöku, nýja nálgun á mati í greiningum vegna MRI skanna, rætt um PSA og Gleason og áhrif mataræðis og forvarnir varðandi krabbameini í blöðruhálsi.


Mikil umræða skapaðist um innplant og nýja framleiðendur á búnaði sem sem bæði skapa lengingu og stækkun á lim. Vandamálið við að gera þessar aðgerðir hér á landi felast í miklum kostnaði við að hafa til staðar mismunandi stærðir af búnaði til að nota við þessar aðgerðir. Rætt var einnig um notkun á Viagra töflum samhliða því að hafa innplant búnað sem gæti virkað ágætlega.



54 views0 comments

Comments


bottom of page