top of page

10.000 nælum Bláa trefilsins pakkað í sölukassa

Það var stór stund þegar stór hópur stuðningsaðila hjá Krabbameinsfélaginu Framför hittist í Skógarhlíðinni til að pakka 10.000 nælum Bláa trefilsins í sölukassa til að afhenda yfir hundrað söluaðilum. Hópurinn byrjaði á því að fá sé kaffi og spjalla, en þarna var sambland af börnum, unglingum og eldra fólki. Síðan var sest við borðin og byrjað að pakka. Á meðan verið var að pakka var spjallað um ættir og skyldleika þeirra sem voru á staðnum og virtust flestir eiga ættir eða tengsl að rekja til vestfjarða.

Pökkunin gekk eins og í sögu og tekin var reglulega kaffipása til að halda uppi orkunni og ekki síst til að spjalla um daginn og veginn. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðburður er og þetta er fyrsta árið sem næla Bláa trefilsins er seld með þeim hætti sem stefnt er að til framtíðar. Nælan barst of seint á árinu 2021 til að selja vegna Covid.

Þessi vaski hópur kláraði málið á rúmlega tveimur klukkutímum. Komið var þá gott fjall af sölukössum sem síðan bíða dreifingar. Henry formaður verkefnastjórnar Bláa trefilsins lagði síðan til að allir sem komu að þessu pökkunarverkefni fengju nælu Bláa trefilsins til að fara með heim. Það ljómaði stolt af öllum með að hafa klárað þetta mikilvæga verkefni og einnig mátti sjá gleði vegna þess að það er alltaf gaman að koma saman og hittast.

49 views0 comments

Comments


bottom of page