top of page

Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins


Tilgangur: Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning. Aðferð: Blönduð aðferð; lýsandi þversniðsrannsókn og eigindleg viðtöl. Þýðið var makar karla á hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Rannsóknargögnum var safnað með spurningalista og djúpviðtölum. Gögnin voru greind hvor í sínu lagi og niðurstöður samþættar. Niðurstöður: Spurningalista svöruðu 29 konur og 11 viðtöl voru tekin við 6 þeirra. Helstu vandamál þátttakenda voru: Ótti vegna óvissu um framtíð (n=15), breytingar á persónuleika maka (n=14), ótti um eigin heilsu (n=13) og að sætta sig við veikindi sjúklings (n=13). Helstu vandamál, sem þátttakendur vildu frekari upplýsingar um, voru andlegarbreytingar (n=16), persónuleikabreytingar (n=13), líkamlegvandamál sem búast má við (n=13) og líkamlegar breytingar (n=13). Niðurstöður viðtalanna studdu þessar niðurstöður. Þar kom fram að konurnar vildu vera þátttakendur í sjúkdómsferli makans til að geta stutt hann sem best en þær voru of lítt undirbúnar fyrir áhrif meðferðar á makann: persónuleikabreytingar, depurð og niðursveifur, hlédrægni, minnkandi nánd og missi karlmennskunnar. Flestar álitu manninn undir traustri læknishendi og lögðu áherslu á að meðferðin gæf þeim meiri tíma saman, en fundu jafnframt til óvissu um framvindu sjúkdómsins. Aðgangur að stuðningi og upplýsingum skipti miklu.

Ályktanir: Makar karla á hormónahvarfsmeðferð fnna margháttaðar breytingar og erfðleika í tengslum við meðferðina. Mikilvægt er að viðeigandi stuðningur og fræðsla af hendi fagfólks sé efd og boðin frá upphaf meðferðar. Lykilorð: blöðruhálskirtilskrabbamein, forvarnir, fræðsla, hormónahvarfsmeðferð, makar


Katrín Blöndal, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Kristín Þorbergsdóttir, líknardeild Landspítala Ásdís Ingvarsdóttir, heimahlynningu Landspítala Sigríður Zoëga, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala

62 views0 comments

Comments


bottom of page