top of page

„Þú ert með illvígan og harðákveðinn krabba“

Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri, skólastjóri og formaður Framsóknarflokksins greindist fyrir nokkru með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli. Á Íslandi greinast um 200 karlar með það á hverju ári og um 50 látast af völdum þess.„Ég hugsa að það hafi verið hjá mér eins og flestum að þetta kemur smátt og smátt í ljós,“ segir Jón sem er viðmælandi í þættinum Karlamein sem er sýndur á RÚV í kvöld. „Þú vaknar á nóttunni oftar en einu sinni og staulast fram til að pissa, og þarft að fara oftar á salernið yfir daginn. Það er mjög bráð tilfinning í hvert sinn.“ Þá komi mjög lítið af þvagi í hvert sinn, „og þú átt í vandræðum með það að beina því í skálina, nema þú setjist. Þegar ég rifja upp þá voru þetta svona tvö ár.“ Eiginkona Jóns var löngu farin að taka eftir klósettferðunum tíðu og hvatti hann til að fara til læknis, sem hann sló sífellt á frest. Á endanum var það hún sem pantaði fyrir hann tíma hjá heimilislækni sem vísaði honum til sérfræðings sem tók úr honum sýni. „Þá segir hann mér: Þú ert með illvígan harðákveðinn krabba í blöðruhálskirtlinum, og þú verður að fara í frekari athugun og öfluga lyfjameðfeð.“ Hann beinir svo Jóni til þvagfæraskurðlæknis sem tekur við meðferðinni. „Hann segir við mig: við skerum þig ekki. Þessi krabbi í þér er leiðinlegur, þvælinn og kominn innan um önnur líffæri þar sem við viljum ekki hafa hann. Við ætlum að reyna lyfin til þrautar.“


Grein frá RÚV 12. mars 2020 - https://www.ruv.is/frett/thu-ert-med-illvigan-og-hardakvedinn-krabba

16 views0 comments

Commentaires


bottom of page