top of page

Ásgeir:„Sum­ir þeirra segja að kyn­lífið hafi aldrei verið betra en eft­ir þá reynslu“

Ásgeir R. Helgason, dós­ent í sál­fræði við HR og sér­fræðing­ur hjá Krabba­meins­fé­lag­inu, skrifaði pistil sem fjallar um krabbamein og kynlíf karla. Þar segir Ásgeir að krabbamein hafi áhrif á kynlíf karla á mismunandi hátt. „Þeir sem grein­ast ung­ir segja gjarna að kyn­lífið hafi al­ger­lega fallið í skugg­ann fyr­ir sjálf­um sjúk­dóm­in­um jafn­vel þótt kyn­get­an hafi enn þá verið fyr­ir hendi,“ segir Ásgeir í upphafi pistilsins.

„Aðeins þrír af tíu hafa sam­far­ir að meðaltali einu sinni í mánuði“ Ásgeir bendir á að krabbamein verði algengari eftir því sem aldurinn verður hærri. „Al­geng­asta krabba­mein karla á upp­tök sín í blöðru­hálskirtl­in­um. Meðal­ald­ur þeirra sem grein­ast er um sjö­tugt. Vanda­mál tengd kyn­lífi eru ein al­geng­asta auka­verk­un meðferðar við þessu meini. Sé meinið staðbundið við grein­ingu eru mikl­ar lík­ur á að það sé hægt að lækna það eða lifa með því fram á háan ald­ur,“ segir hann og fer svo yfir tölfræði varðandi karlmenn, krabbamein og kynlíf.

„Þriðjung­ur karla milli sjö­tugs og átt­ræðs tel­ur kyn­líf mik­il­vægt fyr­ir lífs­gæðin en jafn stór hóp­ur seg­ir kyn­líf ekki skipta neinu máli. Einn af fimm seg­ist ekki myndu velja að gang­ast und­ir meðferð gegn staðbundnu krabba­meini í blöðru­hálsi ef vitað væri að það hefði lík­lega áhrif á kyn­lífið. Hins veg­ar segja tvö­falt fleiri að þeir myndu alltaf velja meðferð þrátt fyr­ir auka­verk­an­ir,“ segir Ásgeir. Hann heldur áfram að tala um tölfræðina og segir að 8 af hverjum 10 karlmönnum á aldrinum 60-69 ára fái fullnægingu að minnsta kosti einu sinni í mánuði. „Kyn­lífs­at­hafn­ir drag­ast þó sam­an þegar ald­ur­inn fær­ist yfir og eru sam­bæri­leg­ar töl­ur tæp­lega ann­ar hver karl á aldr­in­um 70-80 ára. Aðeins þrír af tíu hafa sam­far­ir að meðaltali einu sinni í mánuði eft­ir sjö­tugt.“

„Full­næg­ing­in verður því þurr, en það dreg­ur veru­lega úr nautn­inni“ Menn geta látið fjarlægja blöðruhálskirtilinn en Ásgeir segir að meirihluti þeirra sem gera það lendi í risvandamálum. „Þegar ristrufl­an­ir eru það mikl­ar að ekki er leng­ur hægt að hafa sam­far­ir án hjálp­ar­tækja hef­ur það mik­il áhrif á lífs­gæði þeirra sem í því lenda. Marg­vís­leg bjargráð eru þó til staðar eins og lyf og pump­ur, en einnig er hægt að fram­kvæma aðgerðir þar sem prótes­ur af ýmsu tagi eru sett­ar inn í tippið. Best er að ráðfæra sig við þvag­færa­sk­urðlækni varðandi þessi mál,“ segir hann í pistlinum. Að lokum talar Ásgeir um fullnæginguna. „Hjá körl­um sem hafa farið í aðgerð þar sem blöðru­hálskirt­ill­inn er fjar­lægður er eng­inn sæðis­vökvi leng­ur til staðar, því fram­leiðsla sæðis­vökva er eina hlut­verk blöðru­hálskirt­ils­ins. Full­næg­ing­in verður því þurr, en það dreg­ur veru­lega úr nautn­inni. Þurr full­næg­ing hef­ur svipuð nei­kvæð áhrif á lífs­gæði karla og þverr­andi limstífni,“ segir hann. „Kyn­líf skipt­ir máli fyr­ir vissa eldri karla, en alls ekki alla. Það er því mik­il­vægt að lækn­ir­inn ræði þessi mál vand­lega við hvern og einn áður en meðferð er ákveðin.“



46 views0 comments

Comments


bottom of page