top of page

Áhugaverður umræðufundur hjá Traustum mökum

Fyrsti reglulegi spjallfundur (prjónahittingur/saumaklúbbur) hjá Traustum mökum karla með krabbamein í blöðruhálsi var haldinn í dag 17. nóvember. Það mættu kannski ekki margir makar, en þetta varð að einhverjum besta spjallfundi sem lengi hefur verið haldinn. Leynigestur fundarins reyndist vera (ekki planað) Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur sem koma með í umræðuna marga mjög athyglisverða þætti. Það sem er áhugavert er að hún er 77 ára en er að vinna að verkefninu foreldrasamsvinnu eftir skilnað með Félagsmálaráðuneytinu og er tilraunaverkefni í eitt ár – www.samvinnaeftirskilnad.is

Sigrún, Svanhildur og Laila voru á spjallfundinum hjá Traustum mökum


Hennar maður greindist í annað sinn á þessu ári með krabbamein í blöðruhálsi og það var áhugavert að heyra þá upplifun þeirra. Sjálf hefur hún greinst með krabbamein og þekkir þetta því frá fyrstu hendi. Hún kynnti Fjölskyldubrúnna hjá Landspítalanum sem er stuðningsumhverfi við þá sem missa nána ættingja.


Hún tók þátt í að vinna viðtöl í sjónvarpsþáttunum Missir sem nýlega var byrjað að sýna á sjónvarpsstöð Símans og vann áhugaverða rannsókn á félagslegum þáttum varðandi sorgarviðbrögð og dóttir hennar vann doktorsritgerð um blöðruhálskrabbamein.


Rætt var líka um fjölbreytta hluti eins og breytt mataræði, tengingu inn á að virka reynslu og þekkingu hjá eldra fólki, aðstoð við tæknilega þætti og upplýsingavöntun við andlát, að nota meðferðir í vatni á áfallastreyturöskun og margt fleira.

25 views0 comments

Comments


bottom of page