HEILSA (frá hausti 2020)

Hreyfing, gott mataræði og félagsleg virkni hefur áhrif á krabbamein

Markmiðið með heilsuhópi Framfarar er að skapa öflugt félagslegt samfélag þeirra sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendur þeirra. Heilsuhópurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja taka þátt í léttum göngum, í golfi og/eða fótbolta. Hér verður hægt að fá fræðslu um mataræði, jákvæða hugsun, taka þátt í umræðu og upplifa eitthvað skemmtilegt og áhugavert. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum þáttum og viðburðum sem sumir eru í hverri viku og öðrum sem væru mánaðarlega og blanda saman í þessu mismunandi hlutum og upplifun. Dagskráin tekur einnig mið af mismunandi árstíðum.

Í heilsuhópnum er blandað saman göngum, félagslegum hópum, fræðslu um heilbrigt mataræði, jákvæðri hugsun, velt fyrir sér tilgangi lífsins, prófað að fara í jóga og hugleiðslu. Þetta getur hjálpað við að takast á við stöðuna, hvort sem er eftir greiningu, í meðferð eða eftir meðferð á krabbameini í blöðruhálskirtli.

 

Þetta samfélag er fyrir þá sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirti, maka þeirra og aðra aðstandendur.

Dæmi um hugmyndir á efnistökum:

 1. Léttar göngur innanbæjar

 2. Léttar fjallgöngur

 3. Umræður og samtöl við markþjálfa

 4. Fá sér kaffi og spjalla um lífið og tilveruna

 5. Fá sér að borða saman og njóta samveru

 6. Heimsóknir á söfn og aðra menningarlega staði

 7. Sund og rökræður í heita pottinum

 8. Miðlun á reynslusögum 

 9. Umræða um kynlíf eftir meðferð

 10. Takast á við tilfinningaleg tengsl eftir meðferð

 11. Golfhópur

 12. Fótboltahópur

Jafningjastuðningur

Ráðgjöf

Góðir hálsar

Frískir menn

Traustir makar

Íbúðir

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar  er styrkt af
Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins sem styður við starf aðildarfélaga og stuðningshópa.

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli