BLÁI TREFILLINN - vitundarvakning um blöðruhálskirtilskrabbamein í nóvember á hverju ári (www.blaitrefillinn.is)

Nóvember er mánuður blöðruhálskirtilskrabbameins

Blái trefillinn er tákn fyrir vitundarvakningu sem evrópsk samtök um krabbamein í blöðruhálskirtli standa fyrir í nóvember á hverju ári. Framför félag karla með blöðruhálskirtilskrabbamein tekur þátt í þessu verkefni með fjölbreyttum viðburðum á Íslandi. 

Blái trefillinn er táknræn framsetning á því samfélagi, stuðningi, þjónustu, fræðslu og samkennd sem er hjá Framför og er hugsað til að bæta lífsgæði karlmanna með blöðruhálskirtilskrabbamein og hjá þeirra mökum og aðstandendum. Með því að umvefja þessa aðila með Bláa treflinum er verið að skapa þeim sterkari stöðu til að eiga við það risastóra verkefni að lifa með þessum sjúkdómi.

Vitundarvakning um blöðruhálskirtilskrabbamein

Blái trefillinn er líka vitundarvakning til karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka og aðstandenda um hvernig hægt sé að lifa með þessum sjúkdómi og hámarka sín lífsgæði. Það greinast um 4 karlmenn í hverri viku með þetta krabbamein og einn er að látast úr þessu krabbameini í hverri viku. Það eru um 2300 karlmenn með virkt krabbamein í blöðruhálskirtli.

Hvert fara fjármunir í þessu átaki?

Allir fjármunir sem safnað er í átakinu Blái trefillinn fara til að byggja upp forvarnir, þjónustu og samfélag fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og fara í að bæta lífsgæði þeirra, þeirra maka og aðstandenda.

Hvers vegna þarf þetta átak?

Markmiðið með Bláa treflinum er að að skapa karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra mökum og aðstandendum bestu fáanlegu lífsgæði miðað við aðstæður hverju sinni. Okkar sýn er líka að finna leið til skimunar á þessu krabbameini og koma í veg fyrir að karlmenn deyji úr þessum sjúkdómi. Með þessu átaki er verið að biðla til allra þeirra sem eiga eiginmann, faðir, son, bróður, frænda eða vin með krabbamein í blöðruhálskirtli að sameinast um að skapa þeim öllum betri lífsgæði. Þetta er ykkar tækifæri til að styðja við bakið á ykkar manni.

 

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar
er styrkt 
af Velunnarasjóði
Krabbameins-
félagsins

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli

Screenshot 2021-02-02 154649.jpg

Starfsemi 

Framfarar  
er styrkt 
af Heilbrigðis-

ráðuneytinu