FRAMFÖR - aðalfundur verður 17. október í Kríunesi við Elliðavatn (frestað frá 3. október vegna Covid)

Framför er aðildarfélag að Krabbameinsfélaginu

Aðalfundur Framfarar samtaka karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda verður laugardaginn 3. október 2020 í Hótel Kríunes við Elliðavatn í Kópavogi. Á þessum fundi er verið að marka nýja stefnumótun fyrir samtökin þar sem lögð er áhersla á að byggja upp samfélag, samveru, stuðning og miðlun upplýsinga og þekkingar til að efla lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka og aðstandenda.

Rétt til setu á þessum aðalfundi hafa þeir sem hafa fengið greiningu með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra makar og aðstandendur.

Dagskrá aðalfundar:

Kl. 13:30 Setning                            Þráinn Þorvaldsson formaður Framfarar
Kl. 13:35 Ávarp                               Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Kl. 13:45 Stuðningsfélög KÍ          Eva Íris Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu

 

Kl. 14:00 Aðalfundarstörf
 

 • Skýrsla stjórnar

 • Endurskoðaðir reikningar

 • Lagabreytingar

 • Kosning stjórnar og varastjórnar

 • Kosning tveggja skoðunarmanna

 • Kosning fulltrúa á aðalfund Krabbameinsfélagsins

 • Ákvörðun félagsgjalda

 

Kl. 15:00 Kaffihlé

 

Kl. 15:30 Stefnumótun                 Guðmundur G. Hauksson
                                                         framkvæmdastjóri Framfarar
 

 • Manifesto – grunnhugmyndafræði samtakanna

 • Samfélagsstefna – hópar, samfélag, fræðsla

 • Upplýsinga- og fræðslustefna

 • Fræðsluumhverfi á netinu

 • Heilsukerfi karla – forvarnar- og styrktarverkefni

 

Kl. 16:30 Karlavægi í samfélaginu – Ásgeir R. Helgason doktor í lýðheilsu karlmanna og starfsmaður Krabbameinsfélagsins.

Kl. 16:45 Aðalfundi slitið

Tilboð í gistingu fyrir aðila á landsbyggðinni

Í boði er sérstakt tilboð frá Kríunesi á gistingu með kvöldverði og morgunverði fyrir þá sem koma utan af landi. Þetta er kjörið tækifæri til taka þátt í aðalfundi sem er opinn öllum með krabbamein í blöðruhálsi og þeirra mökum og öðrum aðstandendum gera sér skemmtilega ferð til borgarinnar í leiðinni - https://www.kriunes.is/islenska

 • Gisting fyrir tvo í 2ja mann herbergi, 3ja rétta kvöldverður og morgunverður kr. 26.000,- (glæsilegt Superior herbergi með útsýni yfir vatnið.)

 • Auka nótt er á kr. 14.000.

Streymt verður frá fundinum á netinu:
Framför hefur nýverið opnað nýja vefsíðu www.framfor.is og nýja Facebook síðu https://www.facebook.com/framfor þar sem hægt er að kynna sér metnaðarfullt umhverfi sem ætlað er að hámarka lífsgæði karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka og aðstandenda.​Streymt verður frá aðalfundinum á vefsíðu samtakanna og hægt að smella á vefslóðina https://www.framfor.is/streymi til að fylgjast með fundinum.

Fundargögn:

ÞJÓNUSTA OG FRÆÐSLA

TÓMSTUNDIR OG HAGSMUNIR

FRAMFÖR  - UPPLÝSINGAR

STUÐNINGUR

KRA_velunnarar_stimpill2.jpg

Starfsemi Framfarar  er styrkt af
Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins sem styður við starf aðildarfélaga og stuðningshópa.

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Sími: 5515565

Netfang: framfor@framfor.is

Aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands

Persónuverndarstefna

FRAMFÖR - samtök BHKK greindra  
- karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli